Það hefur vakið athygli í Danmörku í dag, að ritstjórar DV, þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson, hafa verið kallaðir í yfirheyrslu til lögreglu vegna þess að blaðið birti skopteikningarnar af Múhameð spámanni, sem að undanförnu hafa vakið upp heitar tilfinningar meðal múslima.
DV skýrði frá því í dag að ritstjórarnir hefðu verið boðaðir til yfirheyrslu vegna rannsóknar á því hvort myndbirtingin bryti í bága við hegningarlög, sem banna að hópur manna sé smánaður vegna trúarbragða.
Ritzau fréttastofan hefur eftir Björgvin í dag, að það hafi ekki verið ætlun ritstjórnar blaðsins að særa eða móðga nokkurn með því að birta myndirnar. Málið snúist um að gefa lesendum blaðsins tækifæri til að taka afstöðu til teikninganna.
Var DV að birta myndirnar af múhameð? Finnst þetta ekki nógu skýrt.
Ef svo er, þá jesús hvað dv eru þroskahefti
Sniðgöngum Smáís!