Ég sá smá brot af þessum viðbjóði áðan. Ástæðan fyrir því að ég staldraði við og eyddi 2 mínútum af lífi mínu í að horfa á þetta rusl er sú að ég sá þarna einhverja ljóshærða gellu vera taka lagið "Hot Stuff“, sem var upprunalega tekið af Donnu Summer.
Þetta var hreinasti hryllingur! Ömurlega sungið og ömurleg sviðsframkoma. Átti þetta að vera eitthvað djók? Því miður er ekki svo.
Svo sögðu allir dómararnir (eða þeir tveir sem ég sá) ”Frábært, flott frammistaða".
Flott frammistaða, my ass. Er þetta lið eitthvað klikkað?