þegar maður er ný búinn að kaupa sér svaka fínt lyklaborð og er að nota það til að skrifa langa ritgerð. Svo þegar maður þarf að smella skjámynd af tölvunni með Print Screen þá hefur einhverjum snilla dottið í hug að setja á gamla góða Print Screen staðinn Power Off takka, sem slekkur á vélinni án þess að segja einu sinni bless. Klukkutíma vinna farin í súgin… djöfull er þetta asnalegt.. hef gert þetta oftar en einu sinni.

Tilhvers að hafa svona takka… hversu latur þarf maður að vera til þess að nenna ekki að teigja sig 15 setímetra í off takkann.
Kannski að þetta sé einverskonar varnar mekaník hjá þessu hálfvita fyrirtæki sem hannaði þetta.. svona ef maður fengi nú aðsvif og byrjaði að slefa á lykklaborðið, þá væru líkur á því að maður myndi ná að slökkva á tövunni áður en maður fengi raflost.

bööööööö!!!!!