Vertu ekki með þessa hræsni..
Núna um helgina var valinn blaðamaður ársins.
Verðlaunin hlaut kona sem skrifaði sögu Thelmu Ásdísardóttur, sögu þar sem hún lýsti hræðilegum hlutum sem faðir hennar gerði henni og systkinum hennar…
Það gleymist hinsvegar oft í umræðunni að faðir hennar var á sínum tíma ákærður fyrir þessa glæpi og sýknaður.
En, það sannast hið mergkveðna það er ekki sama hvort það er DV sem nýtir sér málfrelsið eða einhver annar.
————————–
Það má svo heldur ekki gleyma því að stór hluti frétta Dv hafa snúið að fólki sem hefur orðið undir í lífinu og lent í illa í kerfinu.
þeir hafa fundið heimilslaust fólk og komið því í húsaskjól og enginn fjölmiðill hefur látið málefni öryrkja og aldraðra sig jafn mikið varða.
T.d. hefur vistmönnum í Skjóli fækkað um þriðjung eftir að DV fór að hamra á jóni Kristjánssyni fyrir endurtekin svikin loforð þar.
Þetta ofstæki gegn Dv er byggt á múgæsingu sem á sér svipaðar rætur og mótmæli múslima gegn Danmörku… stærsti hluti mótmælenda þar hafa ekki einusinni séð myndirnar sem þeir eru að mótmæla
sérðu að dv hefur ekki verið að verja málfrelsi,heldur selja blað sama hvað það kostar
Þeir eru sinna markaði sem er greinilega til hér… þetta er spurning um framboð og eftirspurn..
Ætla að segja þér sanna sögu sem sýnir þetta mál í hnotskurn.
Ég bjó í litlu plássi úti á landi, þar var eitt samkomuhús og beint á móti því bjó kaupfélagsstjórinn.
Á hverju balli þá sat konan hans útí glugga og skrifaði niður hverjir fóru saman heim, hvaða hjón fóru ekki saman heim, hverjir slógust o.s.frv.
Allir bæjarbúar hneyksluðust mikið á þessu hjá henni og fordæmdu það sem hún var að gera..
Samt var aldrei meira að gera í kaupfélaginu heldur en daginn eftir böll.
Hvernig helduru að standi á því?