Ég var að koma úr heimasíðu www.karlarnir.is og Egill Gilzenegger var að tilkynna að þættirnir hans Karlarnir.is verða ekki 20 heldur 4. *snökt* En markaðurinn ræður víst ekki við þessa þætti lengur. Af hverju gerist þetta alltaf þegar ég er farinn að fíla þætti, en þá hætta þeir svo snögglega og er bara horfnir á dagskrá.
Þetta er jú svoldið synd þar sem síðasti þáttur fékk mig til að hlægja ansi mikið þegar þessi nýji gaur hjá Strákunum Gunnar samloka var tekinn í gegn. Sérstaklega hló ég ansi mikið af atriðinu þegar hann Gunnar Samloka tottaði sérvettu. En þættirnir áttu semsagt að vera 20 en urðu því miður 4 . Ég horfði aftur á þáttinn sem var endursýndur sama kvöldið og það var frumsýnt en þá var útsent gallaður þáttur og svo bara klippt á endinn og popptíví tók við sem er enn ein floppstöðinn hjá 365 en ég hef ekki horft á popptíví stöðina lengi af því að þeir endursýna alltaf sömu Britney og Nælon Usher og 50cent lögin aftur og aftur sem ég er líka kominn með ógeð á. En fjórði þátturinn af körlunum verður einmitt sýndur í næstu viku á Sirkús. *sniff*.

En já ég vissi það alveg að þetta yrði enn eitt floppið hjá Sirkússtöðinni.

Hvaða flopp dettur þeim svo á Sirkússtöðinni svo næst í hug? Jú nú er verið að leita að videobloggara.
En þeir vilja fá einhvern bloggara einstakling til að senda út video af sjálfum sér í heilan mánuð.

Og nei þó ég sé bloggkóngurinn hér þá dettur mér það aldrei í hug að fara gera mig að opinberu fífli fyrir framan alþjóð með svona rugli þó ég hafi oft verið að gera mig að algjöru fífli hér. Ég er ekki það nógu athyglissjúkur í svona rugl. Enda sé ekki hvað ég myndi græða á því. Ég meina ég skoða ekki einu sinni öll blogg sem er til á netinu. Ég virði nefnilega einkalíf bloggara. Þannig að ég læt blogg frá klikkaðri manneskju sem ég þekki ekki neitt alveg vera.
Þess vegna fatta ég ekki þessa hugmynd að fara að gera video blogg og láta það byrtast svo bæði á netsíðu og í sjónvarpsstöð sem er algerlega að floppa. Er ekki komið alveg nóg af svona egóistadæmi? Ég bara spyr. Ég meina ég var í byrjun þessara mánaðar með hugmynd að láta fólk gera fyndið bíóvideosketsa en þessi hugmynd að láta fólk gera video um sitt eigið sjálft finnst mér vera út í hött.

Sirkús má þó fá hrós frá mér fyrir það að þeir sýna betri erlenda þætti en íslenskt efni. Nýji þátturinn “Super natural” þátturinn í gær var yfir meðallagi sem ég sá í gær og My name is Earl eru virkilega fínir þættir en ég hef misst af fyrst þáttum og sé strax eftir því.

En hvað er málið að fara sýna X-Files aftur? Ég meina ok þeir voru upp á sitt besta fyrstu þættirnir en svo fóru síðustu þættirnir að floppa.