Ég veit að þetta ætti kannski frekar að vera á einhverju til þess gerðu áhugamáli en mér liggur bara svo rosalega á.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki notað fartölvu sem á mjög lengi þar sem hún “gleymdist” erlendis og ég var að fá hana í dag. Við erum að tala um nokkra mánuði og ég er auðvitað löngu búinn að gleyma lykilorðinu inn á hana, þar sem að það var eitthvað asnalegt og ég þurfti að skipta mjög oft vegna vinnunnar minnar.
Ég er búinn að reyna öll lykilorð sem mér dettur í hug en er búinn að gefast upp. Er einhver leið fyrir mig að komast inn í tölvuna til að “reseta” passwordinu, svo ég komist aftur inn á aðganginn minn og nái í þau gögn sem ég þarf.. ?
Öll hjálp virkilega vel þegin, er með mörg þúsund myndir af fjölskyldunni minni þarna inná frá síðustu 3-4 árum og því yrði þetta mikill missir.