Ég hef tekið eftir því að sumir hérna hafa lýst yfir áhuga á að versla í gegnum vefsíðuna Thinkgeek.com. Mér datt í hug að láta ykkur vita hvernig mér gekk að panta frá þeim.
Ég pantaði sjö hluti frá þeim, sem eru allir ófáanlegir á Íslandi, og kostaði það mig rétt um 20.000 krónur, eða um 354 dali. Þar af var einn hlutur sem kostaði 100 dali einn og sér.
Thinkgeek.com notast við UPS-sendingarþjónustna, sem er SNÖGG. Ég fékk pakkann tveim dögum eftir að hafa sent inn pöntunina. En auðvitað þurfti ég að borga háa tolla og annað slíkt, sem hljómaði samtals uppá 9000 krónur. Ég bjóst við því, þannig að allt í lagi með það.
EN, þegar ég opnaði kassann, fann ég að í stað þessa 100 dala hluts sem ég minntist á áðan, var einhver skitin lyklakippa sem ég hafði alls ekki pantað. Þar sem tollblöðin sögðu að í sendingunni væri 100 dala hluturinn, er augljóst að mistökin áttu sér stað hjá Thinkgeek.com. Ég hafði tafarlaust samband við Thinkgeek og þeir söguðst myndu senda mér hlutinn innan tíðar mér að kostnaðarlausu. Á móti senti ég þeim aftur lyklakippuna, og það mér aftur að kostnaðarlausu.
EN, þegar leiðréttingarsendingin kemur til landsins, þá þarf ég að borga AFTUR tolla, sendingargjöld og annað, að andvirði 4500 krónur! Ég hef samband við tollin og útskýri að ég sé nú þegar búinn að borga öll gjöld af þessum hlut, og hafi pappírana til að sanna það. Tollurinn vill ekki heyra það, þeir hafa ekki sönnun fyrir því að ég hafi ekki fengið vitlausan hlut í fyrri sendingunni, og sjá enga ástæðu til að endurgreiða mér eitt eða neitt. Þeir benda mér á að hafa samband við Thinkgeek, sem ég geri. Þar fæ ég þau svör að þeir taki ekki á sig greiðslur sem eru til komnar vegna tolla og lagagerða í hverju landi fyrir sig.
Í stuttu máli, ég þurfti að borga tollinn af þessum 100 dala hlut TVISVAR, og hvorki tollurinn né Thinkgeek sjá nokkuð að því. Hinir sex hlutirnir komust til skila í fullkomnu ásigkomulagi, en þessi sjöundi er búinn að kosta mig 250 dali.
Ef þið ætlið að panta eitthvað frá Thinkgeek.com, þá skulið þið vera reiðubúin að borga fyrir mistökin þeirra. Ég vildi aðallega koma þessu eina atriði á framfæri.
Og að lokum vil ég benda á að vefsíðan Iwantoneofthose.com, sem ég myndi frekar viljað hafa verslað við, sendir hvorki til Íslands né tekur við íslenskum krítarkortum.