Ok… Ég var nú ekki að taka neina afstöðu með þessu. Var bara ekki viss um sannleiksgildi þessarar síðu. Maður má nú ekki trúa öllu sem maður les …..
En já, getur svo sem vel verið að þetta sé 100% sannleikur. Ég bara þori ekki að treysta á einhverjar síður á internetinu lengur, til að flytja mér fréttir, því það er alveg ótrúlegt hverju fólk tekur uppá bara til að fá smá athygli. En engu að síður get ég ekki fullyrt að þetta sé ósatt.
Og svo auðvitað, ef þetta er allt rétt og satt þá er þetta náttúrulega bara ótrúlegt að fólk skuli leyfa sér að láta sér detta þetta í hug. Þ.e.a.s. að dæma stelpu til dauða sem var einungis að verja sig og sína frá því að vera nauðgað. (Og svo en ein spurningin. Var hún að verja sig?? Getur hún ekki verið að ljúga? Það hefur nú verið komið upp um stelpur sem hafa logið uppá gaura að þeir hafi nauðgað þeim… hmmmmm).
Svona er hægt að fara í endalausa hringi með þessa einu frétt á netinu. :o/ Og það er í raun sorglegt hvað maður getur ekki treyst á neitt sem maður les hér í dag…