Hmmm, maður spyr sig. Ég fór í bíó með vinkonum mínum í gær.
Og þar sem að ég er svona hardcore-aðdáandi Johnny Cash langaði mig að sjá Walk the Line. En vinkonu minni langaði ekki að sjá hana, þannig að við, eða þær öllu heldur, ákváðu að fara á Final Destination 3.
Þannig að ég settist þar inn með þeim í fýlu, næstum farin að grenja yfir því að geta ekki séð Johnny Cash myndina og fyrir að þurfa að glápa á svona rugl.
En svo þegar myndin byrjaði fannst mér hún bara drullufyndin. En ekki hinum áhorfendum.
Alltaf þegar ég skellihló voru þau að halda fyrir munninn á sér til að öskra ekki. Og það litu allir á mig eins og eitthvað viðrini þegar ég hló.
Come on, þessi mynd var bara fáránleg og hallærisleg þannig að mér þótti mjög viðeigandi að hlæja á köflum, enda ekki um mikið annað að ræða. Að sjá rússíbana detta í sundur er fyndið.