Ég var hjá Hive í eitt ár og er afar feginn að vera laus “úr fangelsinu”.
Ég datt út amk einu sinni á dag og routerinn frá þeim virtist vera svo illa forritaður að þegar hann missti samband endurtengdist hann ekki fyrr búið var að endurræsa, sem er fáránlega pirrandi þegar maður er með routerinn annars staðar í húsinu og hefur ekki aðgang inná hann.
Mér líður mun betur hjá Símanum. Pingið hefur reyndar ekki verið uppá marga fiska undanfarið, en ég hef þó heyrt af því að Síminn sé að fara að stækka útlandatengingu sína seinna í mánuðinum þannig að það ætti að fara að lagast.