Ég er, eins og margir grunnskólanemar, í sundi í skólanum. Ég fatta ekki alveg tilganginn, ég kann vel að synda, hef m.a.s. bjargað ósyndu barni úr sundlaug, og er ekkert að plana neitt mikið nám í sundfræðum eftir grunnskóla.

Ég hata að fara í sund, sérstaklega því að það er á alveg fáránlegum tíma, ég er búinn í skólanum 13:10, en svo mæti égf í sund 15:30 (tíminn byrjar 15:40, þarf að ná rútu). Af þessum sökum mæta mjög fáir í sund, aqf ca. 20 manna bekk, mættu núna 6. Þessir tímar hafa verið í allan vetur, það má næstum telja á annarri hendi tímana sem fleiri en 10 hafa mætt í. Hver er tilgangurinn með sundi í 10. bekk? Við kunnum að synda, allaveganna flest…

Svo er það þannig að það er ekki sundlaug við skólann minn, svo að við þurfum að fara í íþróttamiðstöðina í bænum, og tökum þá rútu. Jæja, það er svosem allt í lagi, oft skemmtilegur mórall á leið í og úr sundi og íþróttum. EF ekki væri fyrir það að þeir sem keyra þessar rútur skipta sér ekkert af því hvenær þeir eiga að mæta niður í sundlaug að ná í okkur. Ferðin sem við notum til að komast aftur upp í skóla úr sundi er seinasta ferð dagsins, og þeir eru EKKERT að pæla í hvort þeir séu að mæta á réttum tíma eður ei. Það kom sér illa í fyrravetur, þegar við vorum einnig í sundi seint um daginn, og svo tími á eftir. Þessi tími sem við fórum í eftir sund nýttist ekkert, enda mættum við svona 10-20 mín of seint í hann vegna rútutafar.

Tökum sem dæmi, á stundatöflunni er skráður sundtími frá 15:40 til 16:20, og rútuferð frá skóla 15:30 og rútuferð frá íþróttahúsi 16:30.
Í dag lallaði ég mér í rólegheitunum niður í skóla, fór rúmlega 15:20, og var ekkert að flýta mér. Tek rútuna niðureftir, er mættur á réttum tíma, svo byrjar sundtíminn. Mjög fáir, aðeins 6 manns, svo það var lítið synt og bara farið beint í pottinn. Eftir tímann, klukkan ca. 16:20, kannski aðeins áður, ég fór snemma uppúr, settist ég niður í anddyri íþróttahússins og beið eftir rútunni. Fannst skiljanlegt að hún væri ekki komin, enda klukkan ekki orðin. Ég bíð og bíð, svo komu fleiri til mín og svona, og tjah, 5-10 mín eftir áætlaðann tíma kom loksins rútan. Ég og þær tvær sem voru líka að bíða hlupum út, en hvað gerðist? Rútan fór, án þess að hafa nokkurn farþega!
Sem endaði með því að ég fór til systur minnar, sem vinnur þarna rétt hjá og er búin í vinnunni um þetta leyti, og hún skutlaði mér. Var svo kominn heim 17:00.

Er eðlilegt að tími sem á að vera frá 15:20-16:40, sé 20 mín lengri? Mér finnst það ekki, og skil vel af hverju fólk skrópar í miklum mæli, það bara nennir þessu ekki, sérstaklega þar sem þetta er eftir langa eyðu. Auðvitað verður svo íþróttahús og sundlaug við okkar skóla svo ekki tilbúið fyrr en í haust, einmitt þegar minn árgangur byrjar í nýjum skólum. Fúlt.

Ekkert skítkast (nú verður e-r svaka fyndinn og svarar “SKÍTKAST, ehehehehhehe”)

-vansi