Það að einstaklingurinn hafni og velji því sem hann vill trúa er ekki eins auðvelt og þú vilt láta það líta út fyrir, og þú veist það.
Ég veit það. En maður þarf að fara eftir grundvallarreglum en ekki hafa milljón undantekningar eftir stökum dæmum. Þú sérð þetta frá sjónarhorni þanns sem er saklaus og ásakaður um nauðgun. En hvað með þá sem telja að það hafi í raun og veru skeð? Eða bara fórnarlambið? Á að dæma alla fyrir ærumeiðingar sem hafa talað um það og komið með ásakanir?
Þess vegna þurfa fjölmiðlar að hugsa sig um áður en þeir nýta sér tjáningafrelsi til fulls. Tjáningafrelsi á heldur ekki að vera notað til að níðast á ákveðnum hópum.
Algjörlega sammála þessu siðferðislega. En það er erfitt að dæma um slíkt og því er mjög vafasamt að hafa vissar takmarkanir þegar kemur að fjölmiðlum. Ein takmörkun bíður upp á þá næstu, og næstu, og næstu….
Ef fjölmiðill móðgar mína siðferðiskennd með því að tala illa t.d. um samkynhneigða þá hef ég val um að snúa mér að öðrum fjölmiðlum eða mótmæla umfjölluninni. En mín siðferðiskennd á ekki að banna öðrum að tjá sig. Bobby Fischer á að fá að tala illa um gyðinga og Gunnar í Krossinum á að fá að rakka niður samkynhneigð, þó að múgurinn fylgi ekki endilega eftir.
Þú ert samkynhneigður Skuggi, hvernig finndist þér ef allir hommar væru brennimerktir hryðjuverkamenn af því einhver lítill hópur ykkar myndi fremja þannig ódæðisverk ?
Á seinasta ári var blaðagrein þar sem maður talaði um samkynhneigð sem kynvillu, eða sjúkdóm. Þetta kom mér mjög á óvart að hann fékk birtingu á greininni enda mjög mikil andstæða á pólitískri rétthugsun, gef Blaðinu hrós fyrir að hafa þorað því að leyfa svona frjálsa tjáningu. Ég er ekki sammála honum en ég lifi það af.
Hvernig finndist þér ef pabbi þinn yrði gerður að athlægi í einhverju blaði, bara upp á tjáningarfrelsið(fun-ið) að gera ?
Ef það væri ekki satt þá væri það auðvitað leiðinlegt. Ég myndi líklega hvetja pabba minn til þess að svara fyrir sig í öðrum fjölmiðlum. Svona er samfélagið okkar, ef einhver kemur með ásökun þá hefur maður rétt á að verja sig. Hvort sem það sé í fjölmiðlum, félagslífi eða vinnustaðnum. Viltu banna ásakanir? Og kærur? Einn ósannleikur er annars manns sannleikur, þess vegna er mjög vafasamt að takmarka vissar tjáningar. Allar takmarkanir virðist vera hægt að beygja og eins og ég sagði þá bjóða þær upp á aðrar fleiri sem er hættulegt dýrmeta frelsinu sem við höfum (að mestu).
Hvað finndist þér ef DV myndi birta myndir af þér vera ríða BUSH í rassgatið ? Er það málfrelsi ? Nei, það er níðingsskapur; rétt eins og myndirnar af múhameð var.
Ég myndi móðgast. En siðferði á ekki að endurspeglast í þvingandi landslögum. Á ég að geta kært þig bara fyrir að hafa sagt þetta núna? Eða má bara kæra DV? Má kæra alþingismenn fyrir að koma með frumvörp sem seinna kemur í ljós að voru villur í?
Ég stend við það að það má á engan hátt takmarka tjáningarfrelsið. Það er eitt af því dýrmætasta sem við höfum og það er mjög hættulegt að taka fyrsta skrefið sem bíður upp á það næsta.