Sá tími sem maður gat sagt það sem manni fannst og haft sínar skoðannir án þess að einhver drullaði yfir mann eða kom með bara fáránlegar afsakanir og fáránleg rök er búinn, örugglega löngu búinn en ég hef ekki gert mikið á huga síðasta árið eða svo *þó svo að ég hef alltaf verið hérna*
Ég ákvað að svara kork og svarið mitt var
og svo eru manneskjur eins og ég sem hafa þá skoðun að…
þar að leiðandi var ég að benda á það að ég væri í mjög skrítin varðandi skoðun mína en þetta væri samt sem áður skoðun mín.
Og í staðinn fæ ég helling af óþroskuðum svörum og skítkasti sem segja að ég hafi rangt fyrir mér og allt þar eftir götunum.
Og hvað með það? Fyrir mér eru þessar skoðanir réttar þótt það sé ekki hjá einhverjum öðrum EN ég hef þroskan í að virða þetta! Ég veit alveg hvernig mínar skoðanir eru, ég virði annara skoðanir, ég veit alveg hvað ég er að segja og ég veit fullvel að þetta var frekar þröngsýn skoðun hjá mér en ég mun samt ekki breyta henni, svona líður mér og þetta finnst mér. Og ég vil fá það til baka það sem ég gef.
Hver sem skoðunin er þá á fólk að virða það og segja kannski að það sé ósammála en ekki að það sé rangt, fyrir mér er eitthvað rétt sem getur verið rangt fyrir öðrum. Ekki er ég að vera það óvirðuleg að drulla yfir þennan aðila.
Á maður ekki skilið að fá smá virðingu hérna inni eða er þetta allt saman farið í ræsið, ef svo er getur maður þess vegna bara labbað af þessum fínasta vef sem getur verið afbragðs góð skemmtun.