Af hverju þarf allt að snúast manni í óhag þegar maður heldur að manni hafi gengið vel.
Ég var í söguprófi í dag, þurfti að lesa hálfa bók um sögu Rómar og það var engin barnaleikur! en ég las og las og las… svo tók ég prófið í síðasta tímanum alveg búin að vera að fara á taugum yfir því að muna ekki neitt. Síðan kemur prófið og ég get allt, þetta voru rigerðarspurningar og aðeins fjórar talsins. Ég fór óskaplega ánægð og glöð heim úr skólanum, svo viðbjóðslega ánægð því loksins gekk eitthvað upp, ég gat allt á þessu prófi.
En nei… síðan opna ég bækurnar til þess að fara að læra fyrir næsta próf, opna blaðabókina mína og finn þar síðustu blaðsíðuna með restinni af spurningunum af prófinu sem ég gleymdi að skila
ég hata lífið, sögupróf og að þurfa alltaf að klúðra einhverju, ég þoli ekki þetta ósannsgjarna líf