Eftirfarandi er tekið af mbl.is:
Veröld/Fólk | mbl.is | 6.2.2006 | 14:28
Veiðiþjófar stálu stöðuvatni
Pólska lögreglan leitar nú þjófa sem stálu jarðýtu og notuðu hana til að fylla upp í tæplega tveggja metra djúpt stöðuvatn með jarðvegi. Þegar vatnið fylltist af jarðvegi var auðvelt fyrir jarðýtu- og veiðiþjófana að týna upp fiska sem sprikluðu í grunnu vatninu.
Vatnið Elk, nærri bænum Lyck, var í einkaeigu og eigandinn, Edward Kurylo, sagðist halda að veiðimenn væru að gera grín að honum þegar þeir komu eftir að hafa keypt veiðileyfi og sögðust ekki finna vatnið. Fréttavefur Ananova skýrði frá þessu.
Þvílík snilldarhugmynd!
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.