Hvað er málið með ykkur læmingjana að þurfa ávalt að taka fram að þetta sé „ykkar skoðun“? Oftast er það nokkuð augljóst að þetta er ykkar skoðun, ég skil ekki af hverju þið þurfið að taka þetta sérstaklega fram þar sem það er vaninn að nota tilvitnanir eða útskýringar þegar verið er að segja frá skoðunum annarra en hitt er sjálfgefið.
Eru þið að minna lesendur á það að þetta sé bara ykkar skoðun og að þið eigið alveg rétt á að hafa skoðun? Getið hvað, þið þurfið heldur ekki að taka fram að þið eigið rétt á því að hafa skoðun á hlutunum.
Eru þið kannski að reyna losna við gagnrýni? Nei, það megið þið ekki. Þið megið hafa skoðun á hlutunum en ef múgnum þykir hún fáránleg þá mun hann gagnrýna ykkur sama hversu mikið þið vælið. Heimskulegar skoðanir eiga enga virðingu skilið.
Hættið að segja að þetta séu ykkar skoðanir, það er augljóst, þetta er tilgangslaus yfirlýsing!
Og að lokum óska ég þeim sem segja „mín persónulega skoðun“ versta stað í helvíti og eilífð sársauka.
E.s. þetta er ekki mín skoðun heldur skoðun nokkurra finngálkna í hugarheimi mínum.