Við gerum lítið úr vorri þjóð með því að taka þátt í þessari keppni hvorteðer. Um að gera að senda inn kjánalegt innlegg í hana, því það eru þau sem fólk man eftir.
T.d. austurríska fíflið með pappahljómsveitina og mömmu sína í bakröddum árið 2003, ég man hvorki hver söng fyrir Ísland né hver vann það ár, en maður man eftir þessu fífli.
Eins með Norðmennina í fyrra, og lagið “Hubba Hulle” sem Ísraelar sendu inn einhverntímann áttatíuogeitthvað.
Eurovisionsöngvakeppnin er brandari, og því er um að gera að senda brandara til keppni, þósvo það sé einkahúmor :P