“KRISTJÁN Hreinsson, höfundur texta við þrjú af þeim lögum sem eru í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunnar að lag eftir Sylvíu Nótt og Þorvald Bjarna hafi ekki verið dæmt úr keppni þrátt fyrir að því hafi verið lekið á netið.
Kristján segist leggja þessa stórnsýslukæru fram vegna þess að sama hvers eðlis keppni er þá eigi sömu reglur að ganga yfir alla keppendur. ,,Við fáum viss fyrirmæli um reglur, alveg sama hversu frægur hann er.
Reglurnar voru brotnar þegar lagið komst á netið og og útvarpsstjóri leyfir það. Í útvarps lögum stendur að útvarpsstjóri eigi að fara eftir reglum og með þessari kæru vil ég leyfa útvarpsráði að grípa í taumana’’
Kristján veit ekki hvað á eftir að koma út úr þessu en segist hafa rétt fyrir sér og vill að laginu verði vísað úr keppni.
Hann segist vera með stuðning flestra annara höfunda í keppninni og marga standa að baki sér.
Aðspurður hvort hann sé ekki að taka heldur hart á þessu þar sem lekinn á netið sé ekki höfundum lagsins að kenna segir hann leka alltaf vera höfundum að kenna og ekki sé hægt að teygja það í neina aðra átt.”
Ég skrifaði þetta uppúr Morgunblaðinu.