AHHHHHHHHH. Fokking ahhh.
Ég formattaði tölvuna mína í gær og ég gjörsamlega gleymdi að færa nokkrar möppur yfir á disk. Var ekki að hugsa og núna er eftirfarandi horfið að eilífu:
Allar ljósmyndir sem ég hef tekið frá því ég keypti hana fyrir einu og hálfu ári (örugglega meira en þúsund myndir).
Öll vídjó sem ég hef tekið upp á vélina mína…yfir 100 stykki.
Ein hálfkláruð ritgerð.
Og svo fullt af einhverjum pistlum, smásögum og ljóðum sem ég hafði skrifað og það var frekar mikið. Reyndar var það ótrúlega mikið.
Þetta er svo pirrandi því ég elska ljósmyndir og með því að líta á eina mynd er algjörlega hægt að finna útúr hvað maður var að gera á þessum tíma. Svo eru myndir bara skemmtilegar, þær eru raunverulegar. Og allt hitt er líka pirrandi.
Ég ætla núna að fara horfa á barnaefnið…grátandi.