Ég þarf að lesa dönskubók fyrir þriðjudaginn og er núna búin að lesa stanslaust á dönsku í dag :S Það versta við þetta er að ég fer að hugsa á dönsku eftir að lesa svona mikið :S
Í skólanum er ég stundum að læra ensku (tímarnir fara fram á ensku því kennarinn er breskur), frönsku og dönsku sama daginn og það er farið að verða ruglandi þegar maður þarf alltaf að skipta um tungumál á klukkutíma fresti. Auk þess er ég í tónlistartímum hjá Bandarískum kennara sem kann ekkert í íslensku …
Ég hugsa til skiptis á ensku, dönsku og íslensku og svo er mér alltaf að detta í hug orð á frönsku því ég er nýbyrjuð og læri slatta af orðum á stuttum tíma :S
Er ég eina í þessum vandamálum?