Ég er að gefast upp á þessu Digital Ísland drasli.
Ég er búin að vera með þetta frá upphafi og var alveg með skilning á þessu fyrst.
Það gætu vel verit einhverjir byrjunarörðugleikar.
En núna eftir ca. 15 mánuði er þetta verra ef eitthvað er. Myndin er alltaf að frjósa eða brotna í einhverja ferninga. Stundum í augnablik og stundum frýs allt lengi. Stundum kemur “lokuð rás” eða “læst rás” þó það eigi ekki að vera.
Ég hringdi upp á Stöð 2 til að kvarta og var sagt að það þyrfti að snúa loftnetinu því sendingin á Digital Ísland væri frá öðrum stað.
EN, ég bý í blokk og í fyrsta lagi er ekkert smá mál að komast upp á þak (plús hættulegt) og í öðru lagi talaði ég við rafvirkja (sem vinnur mest við tölvu- og sjónvarpsmál) sem segir að ef átt sé við loftnetið komi það niður á öllum í stigagangnum/blokkinni (eftir því hvort það er sama loftnet fyrir alla blokkina eða sér fyrir hvern stigagang)
Þannig að þeir sem eru EKKI með Digital Ísland (sem eru örugglega margir, því hér býr mest gamalt fólk) myndu kannski fá verri skilyrði.
So, what is one to do???
Stöð 2 stendur sig ömurlega og svarar aldrei neinu, nema með einhverjum frösum sem þýða í raun ekkert. Ég er orðin mjög þreytt á þeim.
Kannast einhver við þetta og hvað hafiði þá gert?