Ég hef tekið eftir því að það eru margir að senda inn korka sem eru bannaðir. Stjórnendur eru að verða paranoid yfir því að allt er bannað í dag. Fólk sendir inn fleiri korka bara af því það má ekki. Svo er alltaf verið að banna fólk fyrir eitthvað lítið. Ég held að í vikunni hafi örugglega verið sett nýtt met í að eyða korkum og banna notendur.
Erum við virkilega orðin svona viðkvæm fyrir öllu? Það má ekki tala um neitt hérna lengur. Þetta minnir mig á mynd sem ég sá um daginn um byssueign Bandaríkjamanna og hræðslu þeirra við alla hina sem eiga byssur. Bandaríkjamenn eru bara hræddir við allt.
Erum við að verða svona líka?