ég fékk seríu af Friends í jólagjöf frá mömmu og einn diskurinn var gallaður. það var svona eins og það væri lítil “loftbóla” (lýsum þessu bara þannig) eða hola svona fyrir innan ysta lagið (það lag sem rispast) og það hafði gerst áður en þá höfðum við keypt diskana í Skífunni og þau tóku þá aftur og létu okkur fá nýja.
En já allavega það var allavega svona loftbóla/hola á einum disknum og hann fraus alltaf á sama stað og síðan í síðasta skiptið þegar ég ætlaði að tjékka á þessu þá fraus DVDspilarinn sjálfur þannig að ég var í öld að reyna að ná diskinum út.
Og jaa.. þannig að ég ákvað að fara í hagkaup og fá nýja seríu, sem ég fékk, en samt var karlinn að reyna að kenna mér um þetta, hann gat ekki bara sætt sig við að varan hefði komið gölluð frá þeim:
Þegar ég kom þangað þá sagði talaði ég við einhvern karl og hann eitthvað: “já þetta gerist sko þegar fólk setur diskinn á borð og síðan tekur hann af borðinu of harkalega þá myndast svona rendur” og setti diskinn á borðið og svona renndi honum nokkurnveginn eftir því þannig að hann rispaðist allur heví mikið og sýndi mér og pabba og ég bara uu..okey? diskurinn allur rispaður en það myndaðist engin svona hola útaf því sem hann gerði og hann eitthvað: “já ég læt ykkur fá nýja seríu núna en næst getiði ekki komið hingað og fengið nýja seríu!”
þannig að “næst” ef ég kaupi einhverntímann svona aftur í hagkaup þarf ég að hafa samband við Sammyndir (eitthvað sem skífan var ekkert að minnast á, þau tóku bara gölluðu diskana án vesens og létu okkur fá nýja í staðin)
Ef þessi hola hefði getað komið útaf því að ég setti diskinn á borðið, þá hefði það ekki verið möguleiki því ég man það sérstaklega vel að ég lagði þennan disk aldrei niður á neitt borð sem hefði getað skemmt hann (útaf ég er geðveikt passasöm með diskana mína ég legg þá aldrei niður á viðkvæmu hliðina og þar sem friends diskarnir eru þannig að það er á báðum hliðum þá sleppi ég því að leggja þá niður og geymi þá í hulstrinu þangað til að ég þarf að taka þá út úr því).
mér fannst þetta bara svo lame hvað gaurinn var að reyna að kenna okkur um þetta. Getur þessi búð aldrei sætt sig við mistök og látið mann fá vöruna sína aftur án þess að maður fái einhverja ræðu um með meðhöndlun geisladiska og að þetta sé manni sjálfum að kenna?
æji bara langaði að koma þessu frá mér,
~bollasúpa