Fæstir hérna, hef reyndar ekki séð einn einasta, vita af hverju þetta byrjaði í fyrsta lagi. Öll skuldin er búin að lenda á blaðinu sem birti þessar myndir en ætlun blaðsins var aldrei að gera grín af neinu.
Danskur rithöfundur er að skrifa bók sem að stærsta hluta er um Múhameð spámann. Hún er ekki beint aðdáendi íslams ef svo má segja og vita Danir flestir hennar skoðanir.
En hvað um það…
Þessi kona bað Jyllandsposten um að skrifa smá tilkynningu í blaðið um að henni vantaði einhvern til þess að myndskreyta blaðið. Þeir gerðu það og fékk hún mörg svör. Jyllandsposten birti síðan þær myndir sem henni þóttu bestar. Sumir sentu inn skopmyndir en eins og þeir vita sem hafa séð þessar myndir þá er ekkert að vera gera grín á þeim öllum.
Múslimar eru nú brjálaðir, þegar ég segi múslimar þá meina ég að vitaskuld ekki allir heldur aðeins þeir sem eru að tjá sig, því að í þeirri trú má ekki teikna mynd af Múhameð, Jesú og fleiri spámönnum þeirra.
Málið er að Danir eru flestir Kristnir og stendur ekkert hjá þeim um hvað má teikna og ekki teikna þannig að ekkert athugavert við það. Þeir sem eru mest í fréttum, hóta hryðjuverkum, brenna fána og svoleiðis þurfa aðeins að taka til í hausnum. Það er ekki verið að segja að Múhameð hafi verið einhver fáviti eða eitthvað álíka.
Þessar myndir hafa verið teknar tilbaka og þeim skipað að biðjast afskökunar. Ritstjóri blaðsins segir það vera tap fyrir tjáningarfrelsið og er ég alveg sammála því.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”