Ég var að heyra að á Alþingi væri verið eða hafi verið að tala um að allir foreldrar skulu hafa sameiginlegt forræði yfir börnum sínum… Þetta er ekki orðið að lögum ennþá en það var allavegana verið að tala um þetta á þingi..
Mín spurning er sú þar sem ég er ekki alveg að skilja þetta… :
Ef þetta gengur í garð fá þá ALLIR fráskildir foreldrar sameiginlegt forræði??
Ég meina, kannski er móðirin búin að vera með forræði yfir barninu í nokkur ár og pabbinn vill kannski ekkert með barnið hafa (segjum sem svo) og svo ganga þessi lög í gegn og þá ber pabbanum bara skylda að hafa sameiginlegt forræði með mömmunni?
En eins og ég sagði þá veit ég ekkert um þetta, ég heyrði bara um þetta um daginn… :)
Vill einhver sem veit e-ð um þetta mál fræða mig?