Hahaha!!!
Fyrirgefðu, ég hélt raunverulega að þú værir ekki að tala með rassgatinu á þér!
…my bad.
En þetta er rétt hjá þér.
Sumir skaðast andlega við að lesa svona ‘krípí’ brandara, Þetta á sérstaklega við um mjög viðkvæm börn og fólk í óstöðugu andlegu ástandi.
En þetta á ekki bara við um dead baby jokes. Ónei!
Ef við viljum banna dead baby jokes út af þessu verðum við að ganga alla leið!
Ofbeldistölvuleikir eru að tröllríða öllu þessa dagana. Þessvegna er nauðsynlegt að loka öllum tölvuleikjaáhugamálum hér á Huga, nema kannski Sims áhugamálinu.
Ofbeldisfullar kvikmyndir hafa líka skelfileg áhrif á fyrrgreinda einstaklinga og því legg ég til að aðeins megi ræða um myndir með Meg Ryan í aðalhlutverki, á Kvikmyndaáhugamálinu.
Einhver gæti líka sagt að vísindi grafi undan trúarlegum kenningum, og gjöreyðileggi þannig gullin fjölskyldugildi.
Þessi sami aðili gæti sagt að samkynhneigð sé oft rædd í jákvæðu ljósi á kynlífsáhugamálinu og því sé nauðsynlegt að snarbanna það með öllu, þar sem það gæti mengað hugi ungmenna og valdið þeim óbætanlegum skaða.
Vonandi skilurðu það sem ég er að segja… Það er bara bull að banna eitthvað vegna þess að ákveðnum hópi fellur það ekki í geð.
Nú er ég ekki að tala um að hreinar árásir og hreina fordóma gagvart ákveðnum hópum séu í lagi, en ef við erum virkilega orðnar þvílíkar kreddur að við þolum ekki niggarabrandara, hrísgrjónabrandara, faggabrandara, júðabrandara, sandniggarabrandara eða dauðrabarnabrandara, þá veit ég bara ekki hvað verður um okkur.