Okei, ég fann leið til að gera þetta en það verður að vera Ctrl + Alt + takki eða Ctrl + Shift + takki. Takki er þá ‘A’ eða eitthvað. Komst líka að því að windows takkinn + U er eitthvað useless dæmi með stækkunargleri og einhverju, hehe.
Sem sagt, þú ferð og finnur screensaver fileinn sem þú ætlar að setja í gang. Líklega C:\Windows\System32\screensaverdrasl.scr og býrð til shortcut af því inná desktopinu. Það verður að vera á desktopinu, annars virkar það ekki, getur spurt Bill Gates afhverju. En þú getur líka gert hana hidden eða eitthvað, þá sést hún ekki. En allavegana, þá hægri klikkaru á shortcutið og velur Properties. Þar í þriðja skrifiglugganum geturu valið shortcut key. Viola.