Það er ekki bara það að myndirnar séu skopmyndir. Mér finnst að talsmenn Múslima í Danmörku og Noregi megi leyfa því að sleppa með áminningu…en myndirnar birta neikvæða mynd af þeirra trú, og þeir mega hreint ekki við því. Allur heimurinn er á móti Múslimum og Aröbum fyrir eitthverjar rugl ástæður. Það eru til geðsjúkir minnihlutahópar í öllum trúarbrögðum og samfélögum. Við tökum bara svona rosalega eftir þessu á síðastliðnum árum, því einn þessara minnihlutahópa náði að framkvæma stórar árásir. Ekki dæma alla af nokkrum svörtum sauðum.
Og sama þótt að þú sjáir fréttamyndir af fólki brenna fána og eyðileggja vestræn trúartákn, þá er það ekki það sama og að gera það opinberlega. Jyllandsposten er virtur fjölmiðill og því á þetta ekki að viðgangast. Það væri allt annað ef að ég mundi fara útá tún ásámt hóp af fólki og við mundum vera með gjörning sem hæddist að trúarhópi. Við værum ekki að tala fyrir hönd fólksins eða ríkisstjórnarinnar á nokkurn hátt. (Þótt að Jyllandsposten hafi ekki bókstaflegfa verið að gera það, en samt má líta þannig á málið).
Mennirnir sem sáu um birtingu þessara mynda gerðu það eflaust í meinlausum tilgangi og málið mætti alveg niður falla….en mér finnst múslimar eiga allan rétt á því að vera reiðir.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'