Heimsendir er sko ekkert í nánd eða eitthvað svoleiðis. Það er bara verið að banna reikingar inná skemmtistöðum. Það er búið að leyfa reikingar svo lengi að það má alveg fara að breyta því fyrir þá sem að reikja ekki. Þeir sem reiktu eru búnir að hafa sinn tíma og nú er alveg réttmætanlegt að breyta þessu fyrir þá sem að hugsa aðeins meira um heilsuna.
Hvernær hafa reyklausir staðir verið bannaðir? Það hefur aldrei verið gefið reykingarmönnum sérstakan forgang, heldur gefið eigendum staða sjálfsagt frelsi til þess að ákveða slíkar reglur staðinn. Þetta er eina skiptið sem það á að þvinga á einni hlið, það hefur aldrei verið gert áður. Að þið séuð ekki nógu dugleg að sniðganga reykingarstaði svo það opnist markaður fyrir reyklausa staði er ekki vandamál þeirra sem reka staðina í dag og eiga nógu erfitt með það eins og er.
Ég veit alveg að ég drekk og svo hef ég tekið bæði í nefið og í vörina nokkuð oft en ég hugsa samt um fólkið í hringum mig. Ef að ég væri að skaða fólkið sem er í kringum mig t.d. með því að kasta tómu glasi inní mannþröng þá mundi ég nú fatta hvað ég væri að gera og sleppa því.
Ef þú ferð á stað þar sem fólk er að iðka glasaköst með leyfi eigandans þá ættu allir að gera sér grein fyrir áhættunni og ekki fara þangað ef reglurnar henta þeim ekki.
Afhverju geta reikingarmenn ekki farið að hugsa um aðra en sjálfa sig í smástund, reikt heimahjá sér eða bara fengið sér sígarettur þegar að þeir eru úti, það er ekki eins og að við búum á norðurpólnum.
Þeir sem reykja sækja sækja kaffihús í miklu meira mæli. Næstum önnur hver manneskja er með rettu á stöðunum þó að hlutföllin séu miklu minni þegar kemur að þjóðinni. Að banna reykingar á kaffihúsum er eins og að banna að fólk hafi gemmsa á sér í bílum, það eru miklir öfgar og það mun alveg örugglega skaða miðbæinn sem nú þegar er ekki mjög traustur.
Að ætlast til þess að fólk fari út að reykja á stöðum þar sem reykingar eru leyfðar af eigendanum er fáránlegt, fólk hittist til þess að spjalla yfir kaffibolla og sígó og þetta er hreinlega allt of stór hluti af menningunni til þess að skera burt. Ef það er svona mikil þörf á reyklausum stöðum fyrir meirihlutann af hverju eru þá ekki fleiri reyklausir staðir? Er ekki skárra að reyna að koma til móts á þeim nótum í stað þess að heimta bann strax? Eða að nota nýjustu tækni loftræstingar sem tekur burt 99,9% reyksins frá reyklausu svæðunum.
Þar sem að óbeinar reikingar eru hættulegri en þær venjulegu þá finnst mér sjálfsagt að þeir fari eitthvað annað til að reikja.
Þetta er rangt. Það eru um 300 dæmi um dauðsföll árlega vegna beinna reykinga á meðan en þá er deilt um hvort að óbeinar reykingar geti valdið dauðsföllum. Mjög vafasamt að fullyrða að svo sé, hvað þá að það sé mjög algengt. Algengustu dæmin eru t.d. börn sem fá viðkvæm lungu vegna þess að það var reykt yfir þau, en það þarf að vera daglegt áreiti en ekki að kíkja eitt og eitt skipti á kaffihús.
Og líka.. ef að reikingar hefðu aldrei verið leyfðar til að byrja með inná skemmtistöðum, veitingastöðum og fl. og það væri verið að pæla í því að leyfa þær í fyrsta skiptið núna þá væri fólk langtum reiðara heldur en það er í dag.
Frekjan í lýðinum að vilja stjórna því hvað nágranninn setur í sig. Koffín og sykur hefðu örrugglega ekki verið leyfð í dag heldur.
Fólk veit svo langtum meira í dag um reykingar heldur en fyrir nokkrum áratugum að ég furða mig á því afhverju fólk er að þessu ennþann dag í dag.
Frjáls viðskiptavinur gengur inn á einkarekinn stað þar sem eigandinn hefur þær reglur að viðskiptavinirnir á þessum stað fái að reykja. Aðrir frjálsir þegnar geta notað frelsið sitt og farið annað, enginn neyðir fólk til þess að vera á reyksvæðum þó að sumir KJÓSI að láta sig hafa það. Ekki er verið að brjóta á neinum. Sumir telja meira að segja að slík lög yrðu brot á stjórnarskránni.
Tillitssemin kostar ekkert.
Það er tillitssemi að leyfa eigendum staða að ákveða sjálfir hvort þeir leyfi fólki að reykja á þessum stöðum sem ÞEIR EIGA. Þið getið bara DRULLAÐ YKKUR HEIM ef þið eruð ósátt við þessar reglur á stað sem er í einkaeign. Áður en maður veit verður bannað að reykja í íbúðum og bílum.
Það þarf líka ekki að gera svona mikið mál úr þessu þar sem að það er ekki eins og það sé verið að taka réttindi fólks til að anda… það er verið að gefa því réttinn til að anda
Það er verið að takmarka frelsi einstaklingsins til þess að velja og hafna. Frelsi á að vera algjört á meðan það fer ekki yfir á frelsi annarra, á meðan sú regla er ekki virt þá getum við sjálf ekki heldur gert það sem okkur sýnist. Á endanum nær forræðishyggjan í leikjatölvur, skyndibitamat, áfengi…
Hvar er tillitssemin í því að þér er sama um þau 1,8 milljónir manna sem deyja árlega vegna áfengis? Meirihluti morða, nauðgana og líkamsárása undir áhrifum áfengis. Það er verra en örfá dæmi um dauðsföll vegna óbeinna reykinga sem en þá í dag hefur ekki verið sannað.