Kína er mjög heillandi, vinalegt fólk, falleg náttúra en góð leið til að fara í megrun því maturinn þar er alls ekki góður… allavega ekki í suðurhluta Kína. En maður getur þó borðað á 5 stjörnu veitingastöðum þar og fengið sæmilegan mat fyrir kannski 1000 krónur.
Ég kaupi alltaf miða hjá www.BA.com og fæ miðan á
veturnar allt niður í 350 pund 40-50 þúsund kall fyrir 12 tíma beint flug frá London til Hong Kong.
Hóte gisting í kína á 4ra stjörnu hóteli getur verið
um 2000 kall nóttin. Hong Kong er þó mun dýrari hvað hótel varðar, en inní gamla Kína er þetta hræ billegt.
Svo er annað mál.. Það er tungumálaörðuleikar, því þeir skilja alls engin vestræn tungumál í gamla kína.. ekki einu sinni í lobbíinu á 5 stjörnu hótelum né veitingastöðum.. eða bara hvar sem er.
Svo ég mæli með pocket bókum sem kenna þér helstu frasa á Kínversku.
Fyrir mér var þetta eins og önnur pláneta, stórkostleg upplifun.