http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1182229;rss=1
Kishan Shrikanth hefur leikið í 24 kvikmyndum í fullri lengd og var stjarnan í sjónvarpsþáttaröð sem var ákaflega vinsæl á Indlandi og voru mörg hundruð þættir teknir upp. Nú hefur hann tekið ferilinn föstum tökum og leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd. Það sem er merkilegt við Shrikanth er að hann er einungis tíu ára gamall. Hann hóf ferilinn fjögurra ára og er sannkölluð barnastjarna.
Þegar hann var sex ára sá hann götubörn að selja dagblöð við umferðaljós, hann vorkenndi þeim og ákvað að gera eitthvað til að hjálpa þeim. Hann skrifaði smásögu og vinnur nú við tökur á myndinni sem heitir C/O Footpath.
Myndin er rúmlega tveggja tíma löng og segir frá götubarni sem fer í skóla og nær sér upp úr götulífinu. Á fréttavef BBC segir Kishan frá ferlinum og fyrstu kvikmyndinni sinni.
Svona er þetta, sumir byrja ungir. Haldiði að það verði eitthvað varið í myndina?