Vá hvað þetta er farið að fara í taugarnar á mér!!!
Ég er búin að vera að lesa fullt af korkum hérna undanfarið og mjöööög oft eru einhverjir fáránlegir korkar, fáránleg svör o.s.frv.
Þessa korka er oftast að finna á kynlíf, rómantík, börnin okkar og víða…
Og alltaf er svo komið með afsökun aðeins seinna “Ég skrifaði þetta ekki, vinur minn gerði það” eða “Ég var ekki heima þegar þetta var skrifað en vinur minn var heima, hann hlýtur að hafa skrifað þetta því ég var skráður inn á huga” !
Sko seinast þegar ég vissi þá skráist maður sjálfkrafa út af Huga þegar maður er ekki búin/n að vera að gera neitt í einhvern tíma… Ég ætlaði t.d. að senda inn grein um daginn og var soldið lengi að skrifa hana.. Svo ýtti ég á senda inn grein og þá bara strokaðist allt út og ég þurfti að skrá mig inn aftur!
Svona lélegar afsakanir og leiðinlegir korkar eru farnir að fara verulega mikið í taugarnar á mér!
Langaði bara aðeins að pirrast! :)