Fyrir mig var ekkert mál að hætta, var þá búin að drekka nánast eingöngu gos, mest þó kók í að minnsta kosti 10 ár, varð nefnilega svo íllt ímaganum að því. Gæti verið að botnlangin í mér hafi verið bólgin þá þvíþá hafði ég verið búin að reyna hætta í tvö ár en alltaf fallið, en eftir að hafa verið viku upp á sjúkrahúsi þá var fyrsta glasið sem ég fékk mér af kók eftir það vont og var alveg sama hvað ég fékk mér oft. En í dag má segja að ég sé fallin því ég drekk mikið af kók light, en þegar ég fæ mér venjulegt kók er það alltaf jafnvont. En hins vegar er gott ráð að vera með vatn í flösku og drekka það í staðin fyrir kók, ég byrja alltaf dagin á að drekka hálfan líter af vatni og langar ekki einu sinni í kók light fyrr en um kvöldið, áður fór allur dagurinn í að drekka kók. En ef þú drekkur vatn yfir allan daginn þá ætti það að koma þannig út að þú viljir ekki kók, þori samt ekki að fyllyrða en finnst það trúlegt þar sem þannig virkar þetta hjá mér.
kv. Skemmi
Það er illt að heita strákur og vinna ekki til.