Í síðustu viku sagði ég að það verði síðasti þátturinn með Stelpunum á laugardaginn var. En það er víst rugl og byðst ég því afsökunnar á því.

Enda hlaut það að vera. En í síðasta þætti þá var einmitt sýnt eitt atriði með mér í ræningjaatriðinu þar sem Steinn Ármann og einhver kona sem ég veit ekki hvað heitir voru að leika sjónarvotta á meðan ræningjar rændu peningum úr sendibíl.

Það er bara eitt atriði með mér ennþá ósýnt en það er atriðið þar sem ég er að skoða klámblað á biðstofu.

Ég hélt að það yrði sleppt þar sem ég taldi að þátturinn síðast væri sá síðasti. En þetta er samt ekki mér að kenna. Ég las þessar rugl upplýsingar í einhverju dagblaðinu. En þar stóð “Stelpurnar 20/20”.

En já semsagt Stelpurnar eru ennþá á dagskrá í kvöld.


Þá er komið að því að byðja ykkur um smá greiða.

En mig hefur lengið dreimt um að gera alvöru sjónvarpsþátt sem ætti að virka fyrir alla.

En hugmyndin er sú að vera með þátt sem heitir.

“Svo þú heldur að þú getur leikið”

Málið er að mig langar að fá ykkur til að taka þátt í þessu. Það eina sem þið þurfið er leiklistarhæfileikar, digital video upptökuvélar og gott handrit.

Málið er að þessi keppni snýst um að finna besta leikarann, kvikmyndaleikaran, og einleikarann.

Þú þarf að semja gott handrit að leikriti, leika leikritið sjálft sem þú samdir, senda það svo á video spólu.

Það skiptir engu máli um hvað leikritið á að vera. Þetta verður samt að vera sirka 5-15 mínútna leikrit.

Ég ætla nefnilega að fara með þessa tillögu í einhverja sjónvarpstöðina og reyna gera þetta að veruleika. En ég ætla að vera stjórnandi þessar þáttar.

En þessi hugmynd fékk ég einmitt þegar ég var að leika í Stelpunum. En þá uppgötvaði ég að það er alveg rosalega mikið til að hæfileikafullu fólki sem langar til að sanna og sýna sig en fá því miður ekki nægilega mikið tækifæri til þess.

Í verðlaun geta verið styrkur í leiklistanám, aðalhlutverk í einhverri bíómynd eða leikriti.

Ég ætla nefnilega að skipta þessari keppni í þrennt.

Keppni um besta leikritið videoleikritið(sketsið) og einleikarinn og það verður að vera innan 5-15 mínutur. Svo verður 3 leikrit og 3 videosketsar sýndir ásamt einleik frá þremur einleikörum.

Auðvitað mun ég svo alvöru gagnrýnenda dæma verkinn ykkar með stjörnugjöfum.
Áhorfendur heima greiða svo atkvæði í gegnum síma. Og keppandinn sem vinnur kemst í undanúrslit.

Þess vegna þarf ég ykkar stuðning með því að commenta fyrir neðan.
Ég vil “Svo þú heldur að þú getur leikið” verði að veruleika.

Svo væri líka fínt að vita hvaða sjónvarpstöð væri best ákjósanlegur fyrir þennan þátt. Ég var fyrst að spá í Sirkús og Skjáeinn en nú bara er ég ekki lengur viss með það lengur.

En endilega byrjið samt að semja sketsa og gott leikritahandrit af því að ég er viss um að ég get látið þetta verða að veruleika.

En þá getum við loksins fengið alvöru íslenskt sjónvarpsefni sem við viljum helst sjá.

Mér er alveg sama um hvað leikritið er um. En munið samt að það verður ekki ég sem dæmi verkin heldur áhorfendur og þjóðin sjálf.

Hvað finns ykkur annars um þessa hugmynd. Er hún það léleg að ég ætti bara að halda áfram að fara að sofa og hætta að láta mig dreyma um svona vitleysu?

Ég byðst svo aftur afsökunar fyrir hvað þessi korkur er orðinn alltof langur.