Fegurðarsamkeppni Íslands hefur tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, „Herra Ísland 2005“, verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum samkeppninnar.

„Heilbrigt líferni og reglusemi eru m.a. þættir sem skipta miklu, þar sem gera má ráð fyrir að Herra Ísland sé fyrirmynd ungmenna í landinu, en eins og segir m.a. orðrétt í samningi sem Herra Ísland skrifar undir: „ég geri mér fulla grein fyrir því að hegðun mín skuli ávallt vera til sóma fyrir vandaða ímynd keppninnar,““ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Ólafur Geir hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem keppnin gerir til Herra Íslands ár hvert. Við val hans sé leitast við að velja fulltrúa sem sé keppninni til sóma bæði hérlendis og erlendis.

Jón Gunnlaugur Viggósson, sem hafnaði í 2. sæti keppninnar, mun taka við titlinum.
—–

Vó myndi ég ekki móðgast og verða sá