hehe…litla systir mín kúgast yfir fiski og ég nudda því svo framan í hana að það er ekki eðlilegt, enda er ég mikið fyrir fisk, enda er það herramanns matur, fátt betra en soðin ýsa, eða saltaður þorskur, svo má ekki gleyma öllum réttunum sem eru til og svo bara þessi klassíska steikta ýsa, þetta er allt gott :D:D:D
en hinsvegar er ég ábyggilega eitthvað furðulegur, eða það fynnst öllum sem að þekkja mig, því að ég ét hinn snilldar fisk er kallast hákarl, það er algjört lostæti, búinn að borða það síðan ég var svona 4-5 ára :P og svo er skatan náttúrulega allveg frábær, eða tindabykkjan öllu heldur (eiginlega bara smærri og bragðmeiri útgáfa;))
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“