Þegar ég var lítill var ég með fóbíu fyrir auglýsingum (sjónvarpsauglýsingum)sérstaklega einni auglýsingu frá tæknival. Hljóðum, Kínverjum, speglum, augum, djúpu vatni, þorði aldrei að tannbursta mig sem barn afþví að ég hélt að tennurnar myndu detta úr. svo var ég með fóbíu fyrir sápu, trúðum, rónum og eiginlega bara öllu.
Núna í dag er ég með super-phobiu fyrir sniglum. Ógeðslegustu lífverur veraldar. ef ég sé snigil er ég í sjokki marga mánuði eftir á. og get ekki borðað afþví að ég get ekki hætt að hugsa um viðbjóðinn, svo er ég með fóbiu fyrir hljóðum í klósettum og pípulagningum, svona suð hljóð, svo er ég með dúndrandi fóbíu fyrir kjallörum, sérstaklega þeim sem eru langir og gamlir með rörum í loftinu, svo er ég með fóbíu fyrir gömlum ljósmyndum, oft mjög creepy augu og alvarlegir svipir. og japönskum hryllingsmyndum eins og Ring, Grudge, Dark Water ofl.