Lögreglan ekki hrifin af hegðun Gary Neville
Gary Neville fagnar fyrir framan stuðningsmenn Liverpool í gær.
Lögreglan í Manchester hefur skrifað enska knattspyrnusambandinu bréf vegna hegðunar Gary Neville, fyrirliða Manchester United, þegar Rio Ferdinand skoraði sigurmark United gegn Liverpool á Old Trafford í gær. Þegar Ferdinand skoraði hljóp Neville í átt að stuðningsmönnum Liverpool og fagnaði ógurlega fyrir framan þá. Enska knattspyrnusambandið mun á næstunni ákveða hvað skal gera í þessu máli en Neville gæti fengið ákæru frá knattspyrnusambandinu og leikbann í kjölfarið.
Lögreglan með leiðindi
Mér finnst þetta alveg fáránlegt, mega menn nú ekki fagna lengur, sama hvort það er ákvaflega eða fyrir framan andstæðingana, algjör hneysa.