ég er búinn að vera með leiðinda hálsbólgu síðan 28 des.!!! Fyrst var þetta ekkert voðalega vont og ég gat alveg talað og borðað og allt það en svo fyrir 2 vikum síðan var ég lagður inná spítala útaf þessari hálsbólgu!! en það var ekkert alvarlegt, bara tekin blóðprufa og það var ekki nein sýking í þessu þannig að það var ekki hægt að gera neitt við þessari hálsbólgu! Þannig að ég þurfti bara að fara heim og bíða þangað til að þetta mydni batna, og þetta var það slæmt að ég gat ekki borðað, ekki talað og munnurinn á mér var bara fastur, ég gat bara opnað hann ákveðið mikið(sem var mjöööööög lítið, ég gat ekki borðað brauð af því að ég gat opnað munninn svo lítið). Svo þurfti ég bara að bíða eftir að þetta batnaði sem var en versta vika lífs míns!!! Svo batnaði þetta aðeins og ég gat opnað munninn og borðað og allt, en ég gat ekki geispað!!! Það er ömurlegt að geta ekki geispað! En jæja síðustu viku var þetta í fínu lagi (fyrir utan að ég gat ekki geispað) en svo núna í þessari viku þá kom þetta upp aftur og núna er mér frekar illt í hálsinum og get ekki geispað! Ég þarf að halda niðri í mér geispanum sem er ekki þægilegt!!! Svo á fimmtudaginn fer ég til læknis sem ætlar að kíkja á þetta og ég barasta vona að þessi hálsbólga fari að batna!! ég er örðinn ógeðslega pirraður á þessu helvíti!!:@