Ef þið finnduð síma úti og vissuð ekkert hver ætti hann, mynduði reyna að skila honum?

Ég ætlaði varla að trúa því að það væri raunverulega til vel heiðarlegt fólk, þar til í gær…

Einhvern veginn fór ég að því að tína símanum mínum úti fyrir 5 dögum, sama dag gaf ég upp alla von um að finna símann minn aftur, það var ekki pinnúmer á honum og um 1000 kr inneign… Svo hefðu ekki flestir hyrt símann?

En nei, það var hringt í pabba í gær og sagt mér að síminn minn væri fundinn og ég gæti sókt hann, svo kemur í ljós að þetta var móðurbróðir vinkonu minnar ;Þ

Svo heiðarlegt fólk finnst þá enþá!! En þessa 5 daga hefur maður fundið vel fyrir því hve ógeðslega háður maður er símanum sínum, fljótlega fór maður bara upp í hesthús og var þar allan daginn því þar var hvort er ekki samband þar.. En hvað maður saknaði símanns… Eruði líka háð símunum ykkar?
-