Hef tekið eftir því að FM-957 er farið að ofspila Whitestripes þessa dagana og lagið “my doorbell” hljómar æði oft í viðtækinu..
Það sem fer í taugarnar á mér er það að Starfsmenn FM tilkynna það í hvert skipti sem lagið er spilað að þessir tveir meðlimir Bandsins (Jack White og Meg White) séu systkin og einnig að þau séu par. Þeir kalla þau iðulega “Sifjaspellsbandið” og tala um hversu ógeðsleg þau eru..
Það fyndna er það að meðlimir bandsins (sem heita í raun John Anthony Gillis og Megan Martha White) hafa þverneitað þeim sögusögnum að þau séu bæði systkin og par. Enda segja raunveruleg eftirnöfn þeirra allt um skyldleikann..
Kemur á óvart að fjölmiðill sem er þetta vinsæll geri sér ekki ferð á netið og athugi sannindi þessara fullyrðinga.. Ég setti sjálfur inn “Whitestripes” á google og fyrsti tengillinn í leitarniðurstöðunum segir allt sem segja þarf..
Face Facts Tony!