Halló…ég var að fá fartölvu og ég held að það hafi verið svindlað á mér og hún gölluð…
Það er sko þannig að maðurinn hjá fyrirtækinu sagði að viftan væri mjööög hljóðlát og maður veit ekki af henni en það er svoleiðis roooosalegur hávaði sem kemur frá viftunni, ég veit það gerir það í öllum tölvun en ekki svona geðveikt mikið eins og hún sé bara 12 ára gömul sko, það heyrist mikið í henni þó hún sé ekkert að gera. Svo er það batteriið það á að vera 3 og hálfur timi batteriið en eftir að maður er buinn að fullhlaða hana þá og er ekki að gera neitt i henni þá stendur kannski 2 timar eftir að batteríi. Svo líka það að þegar að maður setur tónlistardisk í hana þá fer viftan mjööög í gang sem er skiljanlegt en ekki svona rosalega fyrir nýja tölvu og svo heyrist líka svona mikið ýskur og bíp hljóð einhvernveginn :S, svo þegar maður er buinn að hlusta á diskinn þá er eins og að það komi svona bank hljóð svona tikk tikk tikk tikk svona hart einhvernveginn og ég held bara að drifið og viftan og hitt sé allt bilað :S….hvað finnst ykkur tölvugúrum? ég veit að þið heyrið nátturulega ekki hljóðin en finnst ykkur samt ekki miðað við lýsinguna að hún sé gölluð?
takk kærlega,
ég væri endilega til í að fá svar því ég veit ekkert hvað ég á að gera í þessu apparati..
takk takk … bæjó