Ok svo ég þurfi ekki að búa til tvo korka þá hef ég þetta bara allt sem ég ætlaði að segja í dag á þessum korki.

Lokaþáttur með Stelpunum verður sýndur í kvöld á Stöð 2 og þá er alveg pottþétt að ég kem fram í síðustu tveimur atriðunum sem ekki hefur verið sýnt með mér í þessum þætti. Ég er í atriði þar sem ég er að skoða klámblað og í ræningjaatriðinu þar sem tveir ræningjar miða á mig haglabyssu.
Ekki missa af því elskurnar mínar.

Munið svo að greiða atkvæði fyrir lélegasta Eurovision lagið í þessari undankeppni en það þýðir ekkert að vera með eitthvað súper gott lag í þessari keppni lengur. Við erum lítið land og lifum aðeins með 300.020 íslendingum (held ég). En ég er alveg viss um það að það verður aftur pólítískur yfirbragur þegar það kemur að sjálfri aðalkeppninni. En ég er svo viss um að keppnin í kvöld breytist í vinsældarkeppni. Þetta myndi Sigurjón Kjartansson líka segja við ykkur ef mig mynnir rétt.

Og nú fæ ég fæ 2 ný stig sem allir verða brjálaðir útaf. En mér er nákvæmlega sama um þessi stig eins og ég er margbúinn að segja við ykkur.