Ef maður dregur frekar stóran ramma utan um það sem fellur inn í skilgreininguna “venjulegur” þá er til fullt af þannig fólki. Þeir sem ekki standa á móti því sem eru óskráð lög mannkyns, flokkast varla sem venjulegir.
Einsog fólk sem drepur aðrar mannverur… Það eru óskráð, og reyndar skráð líka sumsstaðar, að það megi ekki drepa aðrar mannverur. Samt gera það sumir, en það er minnihluti. Þeir eru því ekki “venjulegir”.
Allir sem mæla mót einhverjum af óskráðum siðferðislögum mannkyns, flokkast ekki sem “venjulegir”, segi ég. En þó það virki kannski einsog næstum allir brjóti þau einhverntímann, þá eru þeir óvenjulegir sem finnst allt í lagi að brjóta siðferðislögin oft.
Þ.e. það er til fullt af venjulegu fólki.