Sko, ef það kæmu svona búningar, þá þyrfti eiginlega að vera smá val, maður gæti fengið svona ca það sem maður vill, nokkur snið og efni eftir því hvort maður fílar að vera í þröngu, víðu, gallaefnum, joggingefnum, eða flíspeysu t.d., ekki hafa bara skyrtu og buxur á alla línuna, myndi skapa óþægindi.
Í fyrra voru samt sledar flíspeysur hérna með merki skólans fyrir þá sem vildu, ég reyndar fékk að sleppa merkinu, en þetta er voða flott, eins og allir í yngri deildunum eru eins. Þetta eru 66°norður peysur, mjög þægilegar, ég nota samt mína eiginlega aldrei í skólann…