Þið eruð greinilega ekki í Menntaskólanum á Akureyri … þar er 403 EKKI léttur áfangi (reyndar er öll stærðfræði það fáránlega erfið, enda hættu eitthvað um 12 manns í 2. bekk á náttúrufræðibraut í fyrra (af um 55 nemendum brautarinnar í þeim árgangi) þar sem að þeir meikuðu ekki námið (og fóru þá í VMA þar sem að þetta sama fólk fékk 9,5 í lokaeinkun :S ) )
og ln(1/x) hefur bara eina núllstöð, og það er 1, ekki -1…. gangi þér vel að taka logra af mínustölum :p
Dæmi um prófspurningar sem við fengum á 403 lokaprófi í fyrra (ég er að fara í 603 núna):
9% Kannið hvort fallið f(x) = 2x - |6 - 2x| + |x + 2| hafi andhverfu og ef svo er finnið hana.
6% Sannið þessa fullyrðingu:
Ef n er heil tala þá er fallið f(x) = x^n diffranlegt á R (nema í núlli þegar n<0) og afleiða þess er f'(x) = nx^(x-1)
9% Sannið að lim(sin(x) / x) = 1 þegar x->0
— þegar sanna á fullyrðingu verður að leiða hana út skref fyrir skref.
Við tökum líka tvö próf út hverjum áfanga: eitt bóklegt, þar sem er ekkert nema skilgreiningar sem við þurfum að setja fram og sannanir og útleiðslur á reglum, þessi partur gildir 40%, og svo er dæmahluti, þessi venjulegi hluti sem flestir kalla venjulegt próf, gildir þá 60%
PS: Ef það er einhver annar hérna í menntaskóla þar sem þess er krafist að þið getið leitt út og sannað fullyrðingar/sannanir á prófum, látið mig þá vita, ég er forvitinn.