Hvað eru borgarstarfsmenn að hugsa?
Ég tók leið strætó með leið 3 á leiðinni til skeifunnar. Það sem ég vildi helst nöldra útaf er þessi hættulega trappa. En maður þarf að halda fast í slána svo maður detti ekki. Og svo þegar maður þarf að fara upp þá líður manni eins og ég sé að fara klífa fjall. Af hverju er ekki búið að laga þetta? Ég var næstum fótbrotinn í gær útaf þessu. En ég þarf alltaf að nota þessa tröppu til að komast yfir brúna sem er þar rétthjá.
Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er ég að tala um stórhættulega tröppuna sem er rétt hjá brúnni sem maður er hent út af leið 3-15 og einhverri annari strætóleið ef maður ætlar í skeifuna. En þar er stór trappa sem mynnir á skíðafjall af því að það er ekkert búið að skafa snjóinn af tröppunum. Stórhættulegt ekki satt?