OK, í dag þegar skólinn var búinn ætlaði ég að taka strætó heim og hann ætti að fara að koma svo að ég hleyp af stað en sé hann hjá strætóstöðinni að leggja af stað svo að ég hætti að hlaupa og bíð eftir því að vinur minn nái mér sem var líka að fara að taka strætó (ekki þann sama). En svo sé ég að hann er stoppaður á rauðu ljósi sem er yfirleitt lengi að breytast svo að ég hleyp af stað og snjórinn er frekar djúpur en þar sem hann er ekki djúpur er hann sleipur og gerði mér mjög erfitt fyrir. Svo sé ég ljósið fara að verða grænt svo ég stoppa en tek þá eftir að strætóinn er stopp og með hurðina opna að bíða eftir að einhver gömul kerla komist í hann svo að ég hleyp aftur af stað og ljósið verður aftur rautt og ég dett ca. tvisvar sinnum í snjónum og næ strætóinum loksins og er að drepast úr þreytu (skólataskan er áræðanlega tonn á þyngd svo að ég er að drepast í bakinu). Og ég er svo þreyttur að ég kastast á bakið þegar strætóinn fer af stað.
Svo þegar hann kemur á stöðina sem ég fer út á gleymir hann næstum því að stoppa.
Svo fer ég út (og ég þarf að ganga lengra heim en áður fyrr, vegna þess að nýja strætó kerfið er algert drasl) og snjórinn er svo djúpur að hann nær mér upp á hné og ég þarf að vaða í þessu heldur langa leið og er farið að verkja í hnén og er líka blautur upp að þeim og svo kem ég heim og kemst að því að ég hafði gleymt að taka húslykil í morgun.
(en mamma hafði reyndar fattað það og falið lykil fyrir utan húsið)