Ég var að lesa spjallið á apple.is, og einn kom með skemmtilegt svar, allaveganna fannst mér það skondið.
Ætli tollurinn bjóði upp á Upptökunámskeið með iPod?http://beta.apple.is/index.php?option=com_forum&Itemid=26&page=viewtopic&t=10566 (neðarlega)
Notkun iPod upptökutækisins og hvernig á að nota upptökueiginleikann sem er aðalsmerki iPod upptökutækisins, án þess að kaupa aukahluti.
Einnig verður kennt hvernig á ákvarða meginhlutverk raftækja, eins og til dæmis MacBook Pro DVD spilarann, Sony Ericsson W800i Minniskortalesarann og Rolex dagatalið.
Leiðbeinendur: Sérfræðingar Tollsins í tollagerð.
Ég hefði allavega gaman af að sjá hvernig Tollurinn ætlar að taka upp á iPod.
Ég skora hér með á tollayfirvöld eða hvern sá sem ákveður töllinn að bjóða upp á svona námskeið!