Ég veit ekki hvort þetta séu beint fóbíur.
Ég virkilega tárast og kúgast og ég hef í alvöru ælt og fl. þegar ég sé fólk koma við púlsinn á úlnliðnum annað hvort á sér eða öðrum. Sérstakleag mér. Ég bara HATA þennan stað, get ekki verið með úr eða armbönd eða neitt og fólk má ekki koma of nálægt þessu á mér, þetta er viðbjóður.
Er í vali í skólanum sem heitir Mannslíkaminn og við vorum að mæla hvernig púlsinn breyttist við áreynslu og hversu fljótur hann var að fara niður. Ég þurfti að vera ein og mæla á hálsinum á mér því að ég GET EKKI látið koma við/komið við þennan stað. Viðbjóður.
Svo fæ ég bara innilokunarkennd í lyftum, ég fríka bara.
Flugur - Allar flugur eru ógeðslegar. Bara hrædd við þær sem að stinga og svo þessar RIIISA húsflugur sem eru alveg HUGE.
Man ekki eftir fleiru eða … jú.
Svo er það ælu'fóbían'. Ég hata allt í sambandi við ælu. Okei, það eru ekki allir hoppandi og klappandi yfir ælu en t.d. um daginn á leiðinni suður… Við vorum ekki einu sinni komin í Varmahlíð þegar að systir mín sem sat í miðjunni ÆLDI. Og við gátum ekki stoppað strax! Ég var að fara yfir um, vildi ekki fá á mig eða fötin mín eða teppið mitt eða dótið mitt [augljóslega] en ég gjörsamlega fríkað og öskraði á pabba að drulla sér til að stoppa og stökk svo út. Stóð svo úti á náttbuxum, þunnum bol með kodda, bangsa, geislaspilarann og símann og já, ég grenjaði >_< þetta er ÓGEÐSLEGT.
erm, já. Þannig er það.